Íþrótta- og menningarstarf liggur niðri til 15. apríl

Reglur sem takmarka íþrótta- og menningarstarf tóku gildi á miðnætti, samkvæmt ákvörðun heilbrigðisráðherra. Ákvörðunin er tekin vegna sterkra vísbendinga um aukið Covid-19 samfélagssmit af völdum veiruafbrigðis, sem smitast milli fólks í ríkari mæli en önnur. Nú eru allar inni- og útiíþróttir óheimilar þar sem ekki er hægt að tryggja tveggja metra bil milli fólks eða þar sem hætta er á snertismiti vegna sameiginlegs búnaðar. Sundstaðir verða lokaðir sem og líkamsræktarstöðvar. Þá er nú allt sviðslistastarf óheimilt, bæði æfingar og sýningahald. Þessar reglur gilda frá 25. mars til og með 15. apríl nk.

Líkar þetta

Fleiri fréttir