Fermingar með breyttu sniði

Í ljósi hertra sóttvarnaraðgerða og samkomutakmarkana hefur fyrirkomulagi fermingarathafna í Akraneskirkju næstu helgar verið breytt. Þar sem nýjar takmarkanir gera ráð fyrir að hámarki 30 manns í athöfnum hjá trú- og lífsskoðunarfélögum hefur verið ákveðið að fjölga athöfnum og fækka fermingarbörnum í hverri athöfn. Hvert fermingarbarn á Akranesi má hafa fjóra gesti í athöfninni. Þau fermingarbörn sem vilja hafa þó kost á að fresta fermingunni fram í lok maí en það verða fermingar dagana 22. og 23. maí í Akraneskirkju. Flestar ef ekki allar veislur vegna ferminga verða þó að bíða um sinn.

Líkar þetta

Fleiri fréttir