Fáum sama magn bóluefnis og ESB ríki á grundvelli EES samningsins

Í ljósi fréttaflutnings í fjölmiðlum um að framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hafi ákveðið að banna útflutning á bóluefni gegn kórónuveirunni til Íslands, auk annarra landa, vilja forsætisráðuneytið og utanríkisráðuneytið árétta eftirfarandi: Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra fékk í gær skýr skilaboð frá Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar ESB, um að nýjar reglur ESB um útflutningshömlur á bóluefni muni ekki hafa áhrif á afhendingar bóluefna til Íslands frá aðildarríkjum ESB, í samræmi við þá samninga sem gerðir hafa verið.

Líkar þetta

Fleiri fréttir