Ársskýrsla Landmælinga Íslands er komin út

Ársskýrsla Landmælinga Íslands árið 2020 eru komin út á rafrænu formi. Af mörgu er að taka þegar litið er yfir verkefni ársins hjá stofnunni sem er til húsa á Akranesi. Í skýrslunni er að finna gott yfirlit yfir margþætta starfsemi LMÍ á liðnu ári.

„Árið 2020 var um margt eftirminnilegt hjá Landmælingum Íslands eins og allri heimsbyggðinni. Þetta var ár nýrra áskorana, árangurs og tækifæra. Kórónuveiran hafði áhrif á starfsemi stofnunarinnar sem einkum birtist í aukinni fjarvinnu og takmörkunum á ferðalögum. Starfsmenn tileinkuðu sér á skömmum tíma notkun fjarfundabúnaðar enda flestir fundir stofnunarinnar á árinu 2020 fjarfundir. Mikilvægast var þó að veikindi vegna veirunnar bárust ekki inn á stofnunina og því var starfsemin rekin af fullu afli allt árið og skilaði góðum árangri,“ skrifar Eydís Líndal Finnbogadóttir forstjóri LMÍ, í inngangi.

Líkar þetta

Fleiri fréttir