Efstu fjögur á framboðslista VG fyrir síðustu alþingiskosningar bregða hér á leik eftir að listinn hafði verið kynntur. F.v. Bjarni Jónsson, Lilja Rafney Magnúsdóttir, Rúnar Gíslason og Dagrún Ósk Jónsdóttir. Ljósm. úr safni Skessuhorns.

Stefnir í baráttu um forystu VG í Norðvesturkjördæmi

Frestur til að tilkynna um framboð til forvals Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs í Norðvesturkjördæmi rennur út á skírdag, 1. apríl næstkomandi. Flokkurinn mun viðhafa forval um röðun efstu sæta á framboðslistanum. Verður það rafrænt og fer fram dagana 23.-25. apríl. Kjörstjórn flokksins hefur auglýst að tekið er við ábendingum um frambjóðendur og framboðsyfirlýsingar á netfanginu nordvestur@vg.is.

VG á nú einn þingmann í kjördæminu; Lilju Rafneyju Magnúsdóttir á Suðureyri. Hún hyggst gefa kost á sér til endurkjörs. Bjarni Jónsson varaþingmaður, fiskifræðingur á Sauðárkróki, hyggst sömuleiðis gefa kost á sér í fyrsta sætið á listanum. Fyrir fjórum árum tapaði hann naumlega baráttunni við Lilju Rafney um forystusæti á lista flokksins í póstkosningu sem þá var um efstu sætin á listanum.

Líkar þetta

Fleiri fréttir