Aldís Pálsdóttir ljósmyndari.

„Að sjá þennan kraft sem býr innra með konum er það merkilegasta sem ég hef upplifað“

Segir Aldís Pálsdóttir ljósmyndari um þá upplifun að mynda fæðingar

Aldís Pálsdóttir ljósmyndari býr á Akranesi ásamt Sindra Birgissyni og börnunum þeirra tveimur. Aldís ólst að mestu upp í Reykjavík en dvaldi mikið á Spáni sem barn. Eftir stúdentspróf flutti hún til Danmerkur þar sem hún fór í Medieskolerne í Viborg á Jótlandi og lærði ljósmyndun. Hún starfaði fyrir einn virtasta ljósmyndara Danmerkur, sem meðal annars var konunglegur hirðljósmyndari. Aldís og Sindri kynntust í Danmörku og saman fluttu þau til Íslands árið 2009. Þá starfaði Aldís sjálfstætt um tíma, þar til hún fékk vinnu sem ljósmyndari fyrir Birtíng útgáfufélag. Þar starfaði hún í fimm ár eða til ársins 2019 þegar hún ákvað að fara aftur að vinna sjálfstætt. Aldís hefur komið að fjölbreyttum verkefnum í gegnum árin og meðal annars tók hún allar myndir fyrir bókina Kviknar, en bókin er það sem kveikti áhuga blaðamanns á Aldísi og því sem hún er að fást við.

Sjá ítarlegt viðtal við Aldísi Pálsdóttur ljósmyndara í Skessuhorni sem kom út í dag.

Líkar þetta

Fleiri fréttir