Sýningin Myrka Ísland sett upp á Bókasafni Akraness

Fimmtudaginn 25. mars verður opnuð farandsýning á Bókasafni Akraness, sem nefnist Hlaðvarpið Myrka Ísland. Þar er fjallar um hamfarir, hörmungar, þjóðsögur og óhugnað í íslenskri sögu. Ungu listamennirnir Lúkas Guðnason og Sigurjón Líndal Benediktsson hafa gert myndskreytingar við nokkra hlaðvarpsþætti, en það er Sigrún Elíasdóttir, þáttastjórnandi Myrka Íslands, sem stendur fyrir sýningunni. Sýningin var fyrst opnuð í Safnahúsi Borgarfjarðar eins og ítarlega hefur verið sagt frá í Skessuhorni. Hún mun nú fara á ferð um Vesturland. Sýningin verður á Bókasafni Akraness til og með 21. apríl, á opnunartíma safnsins.

„Vegna sóttvarnarráðsstafana verður ekki um formlega opnun að ræða en hægt er að sjá nánari umfjöllun um viðfangsefnin í myndbandi á Facebook síðu Myrka Íslands eða með því að slá inn Myrka Ísland á Youtube,“ segir í tilkynningu frá Bókasafni Akraness.

Líkar þetta

Fleiri fréttir