Snævar Jón er nýr sóknarprestur í Dölum

Snævar Jón Andrjesson hefur verið ráðinn sóknarprestur í Dalaprestakalli en frá því er greint á vefsíðu Þjóðkirkjunnar. Snævar Jón er 36 ára, fæddur og uppalinn á Siglufirði. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri árið 2005 og BA gráðu í heimspeki, hagfræði og stjórnmálafræði frá Háskólanum á Bifröst árið 2012. Þá útskrifaðist hann með mag. theol.- gráðu í guðfræði frá Háskóla Íslands síðastliðið sumar. Hann hefur með námi unnið við sunnudagaskóla Langholtskirkju og við Útfarastofu kirkjugarðanna. Nú síðast var Snævar Jón kirkjuhaldari í Garðasókn. Snævar Jón er giftur Sólrúnu Ýr Guðbjartsdóttur kennara, og eiga þau þrjár dætur.

Líkar þetta

Fleiri fréttir