Skjáskot úr myndbandi AFP

Sjósund á Akranesi í frönskum fréttum

Franska fréttastofan AFP birti í síðustu viku athyglisvert myndband á Youtube sem fjallar um sjósund á Norðurlöndum en AFP er sögð elsta fréttastofa í heimi, stofnuð árið 1835. Í lýsingu sem fylgir myndbandinu segir, í lauslegri þýðingu blaðamanns: „Á vetri sem einkennist af Covid-19 faraldrinunum leita áhugamenn um vetrarsund víða á Norðurlöndum huggunar í áhugamálinu sínu og segja þeir að það bjóði upp á nauðsynlegan létti á erfiðum tímum.“

Í myndbandinu segir frá þremur hópum í jafnmörgum stórborgum á Norðurlöndunum, Helsinki, Kaupmannahöfn og Akranesi sem sækja sér heilsubót í að synda í köldum sjónum. Akraneshluti myndbandsins er tekinn upp á Langasandi og í Guðlaugu. Rætt er við tvo sjósundskappa á Akranesi, þá Birgi Jóakimsson jógakennara og Gunnar Ólafsson og lýsa þeir áhrifum sjósundsins á líkamlega og andlega heilsu þeirra og segja þeir sjósundið algerlega ómissandi.

Í Helsinki segir frá hópi fólks sem að Finna sið fara í saunabað á eftir sundi í því sem virðist vera stöðuvatn og nokkrar konur í Kaupmannahöfn synda frá bryggju í sjónum við Kaupmannahöfn.

Hlekkur á myndband AFP um sjósund á Norðurlöndunum.

Líkar þetta

Fleiri fréttir