Unnið við löndun í Ólafsvík. Ljósm. þa.

Landa salti í höfnum á Snæfellsnesi

Saltskipið Wilson Cork kom til hafnar í Ólafsvík síðastliðinn föstudag og lóðsaði björgunarbáturinn Björg það til hafnar. Það voru starfsmenn Ragnars og Ásgeirs sem sáu um uppskipunina en alls var skipað upp 1200 tonnum í Ólafsvík. Fóru 500 tonn í KG fiskverkun í Rifi, 200 tonn í Valafell í Ólafsvík og 500 tonn voru sett á lager. Þaðan fór skipið til Grundarfjarðar þar sem Djúpiklettur sá um uppskipun á mánudaginn og var skipað upp 500 tonnum þar á lager. Loks lagði skipið af stað til Stykkishólms í morgun.

Líkar þetta

Fleiri fréttir