Komu áhöfn á lekum báti til bjargar

Klukkan 12:53 í dag var björgunarskipið Björg í Rifi kallað út á hæsta forgangi til aðstoðar við smábát eftir að áhöfnin varð vör við leka um borð. Báturinn var þá staddur rétt utan við höfnina í Rifi. Átta mínútum síðar var Björgin komin á staðinn mönnuð sjö sjálfboðaliðum frá björgunarsveitum frá Snæfellsnesi. Vel gekk að koma bátnum aftur upp að bryggju þar sem böndum var komið á lekann. Báturinn sem var aðstoðaður er tæplega níu metra langur línu- og handfærabátur smíðaður úr plasti sem sigla átti til Reykjavíkur.

Fram kemur í tilkynningu frá Landsbjörgu að þetta hafi verið fimmta útkallið sem björgunarskipið Björg sinnir í marsmánuði þar sem sjófarendur hafa verið aðstoðir á einn eða annan máta.

Líkar þetta

Fleiri fréttir