Guðmundur mun leiða lista Viðreisnar

Guðmundur Gunnarsson, fyrrum bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, mun leiða lista Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi fyrir kosningarnar í haust. Í tilkynningu frá uppstillingarnefnd Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi kemur fram að nefndin er enn að störfum og verður heildar framboðslisti kynntur síðar. Guðmundur er með meistarapróf í alþjóðaviðskiptum og BA próf í fjölmiðlafræði. Hann starfaði áður við fréttir og dagskrárgerð hjá RÚV en hefur síðustu ellefu ár gegnt stjórnunarstöðum hjá 66°Norður, AFS á Íslandi og nú síðast sem bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar.

Líkar þetta

Fleiri fréttir