
Eldgosið á Fagradalsfjalli sést frá Akranesi
Eldgosið á Fagradalsfjalli sást ágætlega frá Akranesi í kvöld. Blaðamaður Skessuhorns tók meðfylgjandi mynd af gosinu af Langasandi. Gera má ráð fyrir að að minnsta kosti tæp 800 ár séu síðan síðast sást til eldgoss frá Akranesi þó gosmekkir frá öðrum eldgosum hafi sést áður, svo sem frá Heimaeyjargosinu og Heklugosinu árið 1947.