Búnaðarþing fjallar um sameiningu BÍ og búgreinafélaga

Setningarathöfn Búnaðarþings 2021 verður streymt beint í gegnum Facebook-síðu Bændasamtaka Íslands klukkan 12:30 í dag frá Súlnasal Hótel Sögu. Vigdís Häsler, framkvæmdastjóri BÍ, stýrir athöfninni sem hefst formlega á setningarræðu Gunnars Þorgeirssonar formannsins BÍ. Tónlistarflutningur tekur við eftir setningarræðuna og að svo búnu eru ávörp gesta; forsætisráðherra, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og loks forseta Íslands.

Fundur hefst svo á Búnaðarþingi klukkan 13:30, en gert er ráð fyrir að að fundarlok verði eftir klukkan 15, á morgun þriðjudag. Stærsta mál þingsins er tillaga sem gengur meðal annars út á sameiningu Bændasamtök Íslands og búgreinafélaganna – og breyta þar með félagskerfi landbúnaðarins.

Líkar þetta

Fleiri fréttir