Haraldur Benediktsson og Þórdís Kolbrún R Gylfadóttir eru núverandi þingmenn Sjálfstæðisflokksins í kjördæminu.

Sjálfstæðismenn samþykktu prófkjör

Sjálfstæðisflokkurinn í Norðvesturkjördæmi hélt kjördæmaþing í streymi síðastliðinn laugardag. Þar var samþykkt með tveimur þriðju hluta greiddra atkvæða tillaga stjórnar um að halda prófkjör meðal flokksmanna í júní. Prófkjörið verður í tvo daga, eða miðvikudaginn 16. og laugardaginn 19. júní. Verður kosið um fjögur efstu sætin á framboðslistanum. Eins og fram hefur komið hafa sitjandi þingmenn flokksins í kjördæminu báðir lýst því yfir að þeir vilji forystusætið; þau Haraldur Benediktsson 1. þingmaður í NV kjördæmi og Þórdís Kolbrún R Gylfadóttir ráðherra iðnaðar, ferðamála og nýsköpunar. Þá sækist varaþingmaðurinn Teitur Björn Einarsson eftir 2. sæti á listanum. Það er því ljóst að stefnir í átök um forystusætin. Aðrir hafa enn sem komið er ekki lýst yfir framboði.

Líkar þetta

Fleiri fréttir