Gosið í Fagradalsfjalli

Eldgos hófst í gærkvöldi kl. 20:45 við Fagradalsfjall á Reykjanesi. Gosið er lítið en gossprungan er um 500-1000 m að lengd. Hraunið sem nú er að verða til er  innan við einn ferkílómetri að stærð. Gosið og hraunflæði frá eldstöðvunum er ekki talið ógna byggð og ekki hefur mælst loftmengun frá því í byggðakjörnunum Grindavík eða Vogum. Í tilkynningu frá Almannavörum kemur fram að mestar líkur séu á brennsteinsmengun í Þorlákshöfn og er fólk þar beðið að hafa glugga lokaða. Drónaflug hefur verið bannað yfir gosstöðvunum og fólki bannað að fara á svæðið.

Hér má sjá myndband frá Landhelgisgæslunni af gosinu sem fyrst var birt á vef Víkurfrétta.

Líkar þetta

Fleiri fréttir