Hallgrímur og Inga Guðrún með syni sína þrjá, Úlfar Inga, Héðinn Hinrik og Styrkár Gauta. Ljósm. úr einkasafni.

Voru sannarlega tilbúin í líf með barni með auka litning

Næstkomandi sunnudag er alþjóðlegur dagur einstaklinga með Downs-heilkenni

„Hann er mikil félagsvera, glaðlyndur, glettinn, jákvæður og mjög harður af sér,“ segir Inga Guðrún Kristjánsdóttir um Styrkár Gauta Hallgrímsson son sinn. Styrkár er fæddur haustið 2017 og vissu þau Inga Guðrún og Hallgrímur Halldórsson, foreldrar Styrkárs, ekki að hann væri með Downs-heilkenni fyrir fæðingu. Næstkomandi sunnudag, 21. mars, er einmitt dagur tileinkaður fólki með Downs-heilkenni. Styrkár er þriðja barn þeirra hjóna, Úlfar Ingi er elstur og verður hann níu ára í ágúst og næstur er Héðinn Hinrik sem verður sex ára í ágúst. Inga segir þetta vera náinn bræðrahóp sem þau eigi.

Aðspurð segir Inga Guðrún það ekki hafa verið erfitt fyrir þau að heyra niðurstöður úr blóðrannsókn eftir fæðingu sem staðesti að Styrkár væri með Downs-heilkenni. Þau hjónin voru vel undir þær fréttir búin, þó þau hafi ekki átt von á barni með aukalitninginn góða. Ljósmóðir hafði ráðlagt þeim að vera búin að ákveða fyrir skimun á meðgöngu hvað þau vildu gera ef barnið reyndist vera með heilkennið. „Hún benti okkur á að það væri mikið betra að þurfa ekki að taka ákvörðun undir álagi og vera búin að gera upp hug sinn áður en niðurstaða lægi fyrir. Því ráðlagði hún okkur að eiga þetta samtal og það gerðum við, og erum þakklát fyrir. Þetta var okkar mesta lukka held ég, þessi einföldu ráð frá þessari fagmanneskju,“ segir Inga Guðrún og bætir við að þau hjónin hafi sannarlega verið tilbúin í líf með barni með auka litning. „Við litum í raun strax á það sem fjársjóð, að fá að læra af lífinu með honum og þau forréttindi að fá að eiga barn með Downs-heilkenni því það er bara alls ekki sjálfsagt,“ segir hún.

Sjá áhugavert viðtal við Ingu Guðrúnu í Skessuhorni vikunnar.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Gleðilegt sumar!

Skessuhorn óskar lesendum sínum, ungum sem gömlum, til sjávar og sveita, gleðilegs sumars.