Ljósmynd úr safni Skessuhorns frá 2015. Hér eru lögreglumenn af Vesturlandi við æfingar í Kolgrafafirði á Snæfellsnesi. Ljósm. tfk.

Lögreglan æfir skotfimi á Ölduhrygg

Lögreglan á Vesturlandi hefur fengið bráðabirgðaleyfi frá sveitarfélaginu Borgarbyggð til að stunda skotæfingar og skotpróf á Ölduhrygg við Snæfellsnesveg. Samkvæmt viðbúnaðarskipulagi lögreglu gerir ríkislögreglustjóri kröfu um að lögreglumenn fái reglulega þjálfun í skotfimi og standist árleg skotvopnapróf. Aðstaða til æfinga lögreglu hefur á liðnum árum farið fram í sal Skotfélags Vesturlands í Brákarey í Borgarnesi. Æfingar og próf í salnum lágu hins vegar niðri vegna sóttvarnaráðstafana vegna Covid-19 en frá því í febrúar hefur salurinn verið lokaður og verður svo um ótilgreindan tíma. Æfingar lögreglu á Ölduhrygg munu fara fram þrisvar sinnum í viku, tvær klukkustundir í senn.

Líkar þetta

Fleiri fréttir