Teikning af fyrirhugaðri hraðahindrun. Grafík: Vegagerðin.

Gagnvirkri hraðahindrun komið fyrir í Ólafsvík

Snemma næsta sumar er gert ráð fyrir að komin verði svokölluð gagnvirk hraðahindrun við Ennisbraut í Ólafsvík. Frá þessu er greint á heimasíðu Snæfellsbæjar. Sveitarfélagið ætlar í samvinnu við Vegagerðina að setja hraðahindranir sem eru þannig að hleri er settur í veginn og ef bíl er ekið yfir leyfilegum hámkarkshraða fellur hlerinn niður um nokkra sentímetra. Þetta eru hraðahindranir sem þekkjast víða erlendis en hafa ekki sést áður hér á landi. Þessi hraðahindruð verður því fyrsta sinnar tegundar á landinu.

Líkar þetta

Fleiri fréttir