Eldgos er hafið í Fagradalsfjalli á Reykjanesi

Eldgos er nú hafið við Fagradalsfjall á Reykjanesi. Fólk nærri gossvæðinu hefur séð ljósbjarma. Myndavélar á svæðinu sýna greinilegan ljósbjarma.

Uppfært:

„Almannavarnir biðla til fólks að fara ekki nærri gosupptökum og vera ekki á ferðinni á svæðinu. Það er mikilvægt að halda svæðinu öruggu. Vísindamenn eru að störfum að meta stöðuna. Drónaflug á svæðinu er bannað,“ sagði í tilkynningu frá lögreglu og almannavörnum.

 

Líkar þetta

Fleiri fréttir