Olga Björt Þórðardóttir.

Bæjarblöðum landsins fækkar um eitt

Olga Björt Þórðardóttir, eigandi og ritstjóri bæjarblaðsins Hafnfirðings, hefur ákveðið að hætta rekstri blaðsins, að minnsta kosti um tíma. Í tilkynningu sem hún ritaði á vef sinn kemur fram að hún hafi ákveðið eftir miklar vangaveltur að gera hlé á rekstri og útgáfu Hafnfirðings. „Rekstrarforsendur eins og þær eru í dag eru því miður afar slæmar og koma þar inn fjölmargar ástæður. Samkeppni við netrisa og óafgreitt fjölmiðlafrumvarp hafa mikið með þetta að gera, sem og hár prentunar- og dreifingarkostnaður. Síðasta blaðið verður páskablaðið 31. mars,“ skrifar Olga Björt. „Bæjarmiðlar eru í raunverulegri útrýmingarhættu nema gripið verði inn í á einhvern hátt. Stóru miðlarnir eru mjög mikilvægir en munu aldrei koma í stað staðbundinna,“ skrifar Olga Björt.

Líkar þetta

Fleiri fréttir