Jóhannes Ármansson vallarstjóri ársins. Ljósm. GB.

Jóhannes Ármannsson er vallarstjóri ársins hjá SÍGÍ

Nýlega fór fram ráðstefna Samtaka íþrótta- og golfvallastarfsmanna á Íslandi, SÍGÍ. Ráðstefnan var vel sótt og á hana mættu erlendir gestir og innlendir fyrirlesarar tóku einnig þátt. Á ráðstefnunni var krýndur vallarstjóri ársins 2020 og féllu þau verðlaun í hlut Jóhannesar Ármannssonar vallarstjóra hjá Golfklúbbi Borgarness.

„Þetta er frábær viðurkenning fyrir þau góðu störf sem Jóhannes hefur unnið á Hamarsvelli í Borgarnesi. Jóhannes hefur komið vellinum á stall með bestu völlum á Íslandi. Innilega til hamingju með útnefninguna Jóhannes! Okkur hlakkar öllum til að komast aftur út á völl og njóta þeirrar góðu vinnu sem hefur farið fram að Hamri undanfarin ár,“ segir í frétt frá stjórn Golfklúbbs Borgarness.

Líkar þetta

Fleiri fréttir