Frystihúsið fær góðar viðtökur á Akranesi

Frystihúsið; ísbúð, kaffihús og sælkerastaður, var opnað við Akratorg á Akranesi með pompi og prakt síðastliðinn laugardag. Talsverður fjöldi mætti í opnunina þar sem í boði var gefins ís auk þess sem Herra Hnetusmjör mætti sem leynigestur og skemmti yngri kynslóðinni. Þessi nýjung í þjónustu hefur fengið afar góðar viðtökur heimafólks og hefur mikið verið að gera í ísbúðinni alla daga frá opnun hennar.

Líkar þetta

Fleiri fréttir