Vonast til að Baldur geti siglt á morgun

Breiðafjarðarferjan Baldur mun ekki fara áætlunarferð sína í dag yfir fjörðinn eins og vonast hafði verið til. Unnið er við að setja nýja túrbínu við aðalvél skipsins og gert ráð fyrir að hægt verði að prufusigla skipinu í dag. Þá er veðurspá slæm fyrir Breiðafjörð síðdegis í dag og ekkert ferðaveður. Samkvæmt upplýsingum Skessuhorns er vonast til að hægt verði að fara reglubundna ferð á morgun, fimmtudag klukkan 15 frá Stykkishólmi, en þá verður rétt vika frá vélarbiluninni.

Líkar þetta

Fleiri fréttir