Hjónin Maher Al Habbal og Heba Al Jaraki hafa opnað veitingastaðinn Flamingo Kebab við Stillholt 23 á Akranesi. Ljósm. arg.

Flúðu frá Sýrlandi og hafa nú opnað veitingastað á Akranesi

Hjónin Maher Al Habbal og Heba Al Jaraki neyddust til að flýja heimaland sitt í Sýrlandi ásamt dætrum sínum tveimur; Söru og Maríu. Nú hafa þau opnað sýrlenskan kebab veitingastað, Flamingo Kebab, við Stillholt 23 á Akranesi. Blaðamaður Skessuhorns hitti þau fyrir helgi og ræddi við Hebu á meðan Maher var á fullu við eldamennsku á veitingastaðnum þeirra. Maher kom til Íslands á undan fjölskyldunni, í nóvember 2014, eftir lífshættulegt ferðalag frá stríðshrjáðu heimalandi sínu. „Við misstum allt í stríðinu, heimilið okkar og fyrirtæki. Við vorum á stöðugum flótta, lifðum við mikinn ótta og líf okkar var í mikilli hættu,“ segir Heba.

Sjá viðtal við Hebu Al Jaraki í Skessuhorni sem kom út í dag.

Líkar þetta

Fleiri fréttir