Undirbúa gerð húsaskilta í Borgarnesi

Á döfinni hjá Hollvinasamtökum Borgarness er hönnun húsaskilta sem eiga að segja sögu bæjarins að hluta til. Hugmyndin er að skiltin fái að prýða hús í bænum sem eru yfir 100 ára gömul í samráði við húseigendur. Hús sem hafa náð þessum merka aldri eru um eða yfir 15 talsins. Meðal þeirra má nefna Kaupfélagshúsið að Skúlagötu 7, Bílastöðina að Borgarbraut 7 og Sparisjóðshúsið við Skúlagötu 14. Á skiltunum munu koma fram upplýsingar um byggingarár og nöfn sem hafa fylgt hverju húsi í gegnum tíðina. Hefur þetta verkefni þegar fengið styrk frá Uppbyggingarsjóði Vesturlands.

Líkar þetta

Fleiri fréttir