Umferðarslys á Akranesi fyrr í dag

Umferðarslys varð á Akranesi í dag þar sem 11 ára gamall drengur á reiðhjóli varð undir vörubifreið. Lögreglan á Vesturlandi greinir frá frá því að samkvæmt læknum er drengurinn sem betur fer ekki mikið slasaður og ekki í lífshættu. Hann var fluttur með sjúkrabifreið á slysadeild HVE á Akranesi. Rannsókn lögreglu á umferðarslysinu er í gangi.

Líkar þetta

Fleiri fréttir