Leikdeild rekur áfram Lyngbrekku

Sveitarstjórn Borgarbyggðar samþykkti á fundi sínum sl. fimmtudag að framlengja leigusamningi við Leikdeild Umf. Skallagríms um félagsheimilið Lyngbrekku. Nýr samningur gildir til ársloka 2022. Þá var samþykkt að veita leikdeildinni sambærilegan styrk og rekstraraðilar samkomuhússins við Þverárrétt fá nú, þannig að styrkur Borgarbyggðar til reksturs félagsheimilisins hækkar um 150.000 krónur hvort ár. Loks var samþykkt að fela sveitarstjóra að kanna kostnað við að setja upp varmadælu við félagsheimilið.

Líkar þetta

Fleiri fréttir