Sýnataka vegna Covid-19. Ljósm. kgk.

Landhelgisgæslan, forsetaembættið og heilbrigðiskerfið skora hæst

Ný könnun Gallup sýnir að 77% landsmanna bera mikið traust til heilbrigðiskerfisins og hefur það ekki mælst meira í þau 20 ár sem mælingarnar taka til. Í samanburði við aðrar stofnanir og embætti er heilbrigðiskerfið í þriðja sæti þeirra sem njóta mest trausts, á eftir Landhelgisgæslunni og embætti forseta Íslands. Traust fólks til heilbrigðiskerfisins er nánast jafnmikið, hvort sem það býr á höfuðborgarsvæðinu eða á landsbyggðinni. Um 92% landamanna eru ánægðir með sóttvarnaaðgerðir stjórnvalda samkvæmt sömu könnun.

Líkar þetta

Fleiri fréttir