Svöðufoss. Ljósm. úr safni

Snæfellsbær fékk um 60 milljónir í styrk

Snæfellsbær fékk úthlutað um 60 milljónum króna úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða síðastliðinn þriðjudag. Um er að ræða tvo styrki. Annar styrkurinn var að upphæð 41,72 milljónir til að bæta aðgengi fyrir alla að Svöðufossi. Þar á að leggja göngustíg frá núverandi áningarstað og setja göngubrú yfir Laxá auk þess að koma upp útýnispalli við fossinn. Hinn styrkurinn var að upphæð 19 milljónir króna til að bæta aðkomu og umhverfi við Bárð Snæfellsás á Arnarstapa.

Líkar þetta

Fleiri fréttir