Páskaúthlutun Mæðrastyrksnefndar framundan

Páskaúthlutun Mæðrastyrksnefndar Akraness fer fram miðvikudaginn 24. mars í húsnæði Brims við Bárugötu 8-10 á milli klukkan 12:30 og 17:00. Umsækjendur geta hringt í síma 859-3000 eða 859-3200 dagana 16., 17. og 18. mars á milli kl. 11 og 13 eða sótt um á netfanginu maedrastyrkurakranes@gmail.com. Þeir sem skráðu sig í báðar úthlutanirnar síðast þurfa ekki að hringja núna. Nýir umsækjendur þurfa að skila inn búsetuvottorði sem fæst á skrifstofu Akraneskaupstaðar og staðgreiðsluskrá en hana má nálgast á þínum síðum hjá RSK eða á skrifstofunni hjá þeim. Það má senda gögnin rafrænt eða setja þau í umslag merkt „Mæðrastyrksnefnd“ og setja þau inn um lúguna í húsi Rauða krossins við Skólabraut 25a. „Vinsamlegast sækið um á auglýstum tíma því við þurfum að panta matinn seinni partinn á fimmtudaginn 18. mars,“ segir í tilkynningu frá Mæðrastyrksnefnd Akraness.

Líkar þetta

Fleiri fréttir