Halda keppni í Ullarþoni

Textílmiðstöð Íslands og Nýsköpunarmiðstöð Íslands halda svokallað Ullarþon dagana 25. – 29. mars nk. Ullarþon er nýsköpunarkeppni haldin á netinu til að ýta undir nýsköpun og vöruþróun, auka verðmæti ullarinnar og þá sérstaklega verðminnstu ullarflokkanna. Markmiðið er að skapa meiri verðmæti úr ull.

Keppt verður í eftirfarandi flokkum; þróun á vinnslu textíls úr óunninni ull, blöndun annarra hráefna við ull, ný afurð og stafrænar lausnir og rekjanleiki. Skráning í keppnina hófst 1. mars en lokaskil á hugmyndum er 29. mars, í formi mynbands. Úrslit verða kynnt á Hönnunarmars 2021, eneildarverðmæti vinninga eru um 1,6 milljónir króna. „Nú er tækifæri til að láta ljós sitt skína og taka þátt í að koma með nýjar nýskapandi lausnir sem hægt verður að nýta sem best og þar með skapa verðmæti úr ullinni,“ segir í tilkynningu, en nánari upplýsingar er hægt að nálgast á Facebookar síðu „Ullarþon“ eða á heimasíðu Textílmiðstöðvarinnar; www.textilmidstod.is

Líkar þetta

Fleiri fréttir