Blæðing í malbiki á bílastæði við Hvalfjarðargöng. Ljósm. úr safni.

Blæðingar í bundnu slitlagi – hvað er til ráða?

Á morgun klukkan 9:00 hefst fundur í morgunfundaröð Vegagerðarinnar vorið 2021. Þar verður fjallað um svokallaðar blæðingar sem geta orðið í vegklæðingu og malbiki. Rætt verður um mismunandi tegundir blæðinga, ástæður þeirra og viðbrögð Vegagerðarinnar þegar þær koma upp. Þátttakendur fá einnig sjónarmið flutningageirans varðandi áhrif blæðinga á hann. Fundurinn verður haldinn í streymi þriðjudaginn 16. mars kl. 09:00 – 10:15.

Dagskrá:

         Opnun

Bergþóra Þorkelsdóttir, forstjóri Vegagerðarinnar.

         Blæðingar um vetur og sumar.

Birkir Hrafn Jóakimsson, verkefnastjóri á framkvæmdadeild Vegagerðarinnar.

         Skemmdir í bikbundnum slitlögum.

Pétur Pétursson hjá PP ráðgjöf.

         Sjónarmið flutningageirans

Ingi Þór Hermannsson, forstöðumaður Samskipa innanlands.

         Hvaða úrræði höfum við?

Magnús Valur Jóhannsson, framkvæmdastjóri mannvirkjasviðs Vegagerðarinnar.

         Spurningar og svör

Morgunfundurinn er hluti fundaraðar sem haldin er í vetur og lýkur í vor með ráðstefnu um yfirlagnir á Íslandi. Á fyrri fundum hefur verið fjallað um auknar kröfur í malbiksframkvæmdum og vetrarþjónustu Vegagerðarinnar. Á næsta fundi, sem fylgir í kjölfar þessa, verður fjallað um þjóðvegi á hálendi Íslands.

Streymi:

Streymt verður á eftirfarandi slóð:

https://livestream.com/accounts/15827392/events/9567466

Spurningar:

Hægt er að spyrja spurninga í gegnum síðuna Sli.do með því að slá inn kóðanum: #vegagerd

Líkar þetta

Fleiri fréttir