Prófkjör Pírata framlengt um viku í tveimur kjördæmum

Síðdegis í gær voru kynnt úrslit í rafrænu prófkjöri Pírata í fjórum kjördæmum af sex. Í tveimur þeirra, Norðvesturkjördæmi og Norðausturkjördæmi, kusu ekki nægjanlega margir samkvæmt prófkjörsreglum flokksins, þannig að tíminn til þátttöku var lengdur um viku. Verður niðurstaðan í þeim kjördæmum kynnt laugardaginn 20. mars.

Í Reykjavík var sameiginlegt prófkjör. Í efstu þremur sætum urðu Björn Leví Gunnarsson, Halldóra Mogensen og Andrés Ingi Jónsson. Í Suðvesturkjördæmi (Kraganum) var Þórhildur Sunna Ævarsdóttir efst og Gísli Rafn Ólafsson annar. Í Suðurkjördæmi hlaut Álfheiður Eymarsdóttir fyrsta sæti og Lind Völundardóttir annað.

Líkar þetta

Fleiri fréttir