Vindakort fyrir landið síðdegis á morgun. Skjáskot af vef Veðurstofunnar.

Hvassviðri spáð um vestanvert landið á morgun

Á morgun, mánudaginn 15. mars, gengur í suðaustan 13-20 m/sek með rigningu eða slyddu um landið sunnan- og vestanvert. Hægari vindur og úrkomulítið verður norðaustanlands fram eftir degi. Á morgun má því búast við að frá hádegi og fram undir kvöld verði töluvert hvassviðri samhliða úrhellisrigningu í Borgarfirði og víðar um vestanvert landið samhliða því að lægðarskil ganga yfir. Spár gera ráð fyrir að hlýni smám saman í veðri, hiti verði frá frostmarki til 8 stig síðdegis og hlýjast syðst. Snýst í hægari suðvestanátt sunnan- og vestanlands annað kvöld.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Gleðilegt sumar!

Skessuhorn óskar lesendum sínum, ungum sem gömlum, til sjávar og sveita, gleðilegs sumars.