Tók fram úr og löggan þurfti að víkja

Í síðustu viku stöðvaði lögregla ökumann fyrir að sýna ekki nægilega varúð við framúrakstur. Þar hafði ökumaðurinn ekið fram úr tveimur bílum með þeim afleiðingum að bílar sem komu á móti þurftu að víkja. Þeirra á meðal var lögreglubíll sem snarlega var snúið við, ökumaðurinn stöðvaður og honum veitt tiltal – ásamt 20 þúsund króna sekt.

Líkar þetta

Fleiri fréttir