Baldur í togi, aftan í Árna Friðrikssyni. Ljósm. Hafró.

„Skrítnasti föstudagur ever – nauðug á sjó“

Guðný Sigurðardóttir, farþegi sem verið hefur í hinni vélarvana Breiðafjarðarferju Baldri síðan á hádegi í gær, setti áðan inn harðorða, opna færslu á Facebook síðu sína. Ferjan Baldur varð sem kunnugt er vélarvana á leið sinni yfir Breiðafjörð í gærdag. Baldur er nú dreginn af varðskipinu Þór áleiðis til Stykkishólms á rúmlega þriggja sjómílna hraða og fylgir dráttarbáturinn Phoenix skipunum. Skipin eiga um fimm sjómílur eftir til Stykkishólms og má því vænta þess að þau komi þangað um kl. 14:00 ef allt gengur áfallalaust.

Pistill Guðnýjar er svohljóðandi:

„Skrítnasti föstudagur ever – nauðug á sjó, búin að vera í Baldri síðan kl 12 í gær, eftir rúmlega klukkutíma siglingu. Þá bilaði vélin og engin varavél til staðar (skip í farþegaflutningum, hvernig ætli Evrópu reglugerðin hljóði) Næst á að taka stöðuna kl. 12 með drátt, þá er kominn einn sólarhringur í þessari ekki „skemmtisiglingu“ í covinu.

Fegin að hafa ekki verið í einshreifils flugvél

Þetta er hræðileg lífsreynsla, hér um borð eru börn, fullorðin kona, vanfær kona og við hin alla vega auk tveggja hunda. Heilmikil verðmæti sem þurfa að komast á markað. Þett er samt erfitt fyrir alla og óboðlegt árið 2021, þetta fyrirkomulag setur sunnanvera Vestfirði niður og hamlar búsetu og frekari uppbyggingu á svæðinu.

Af hverju erum við bæði með 2. flokks ferju og vegi suður?

Hver er ábyrgur fyrir ástandinu? Hvernig sleppur svona skip í gegnum útboð Vegagerðarinnar, hvar er eftirlitshlutverk samgönguráðherra eða ráðuneytis? Allir opinberir aðilar fá falleinkunn, Eimskip/Sæferðir eru ekki með boðlegt skip 2021 á leiðinni Brjánslækur – Stykkishólmur, en þess skal getið að áhöfn Baldurs hefur staðið sig með sóma og hugsað vel um farþega og eru þeir settir í jafn slæma aðstöðu og ferjufarþegar.

Aðilar sem hafa komið að bæta öryggi við þessar aðstæður; Árni Friðriksson, björgunarbáturinn Björg, Þór, Fönix og Þyrlan hafi þakkir fyrir, hef trú á að við náum í land, þó ekki sé á áætluðum tíma sem var í gær kl 15 vonandi verður það í dag. Tel nokkuð víst að við Hreinn Bjarnason förum ekki aftur í þennan bát. Veður hefur verið mjög slæmt fer vonandi batnandi,“ skrifaði Guðný Sigurðardóttir.

Líkar þetta

Fleiri fréttir