Í Helgafellssveit varð mest fjölgun allra sveitarfélaga síðustu þrjá mánuði. Ljósm. Mats Wibe Lund.

Níu nýir umfram burtflutta á Vesturlandi

Á tímabilinu frá 1. desember 2020 og til 1. mars síðastliðins fjölgaði íbúum á Vesturlandi um níu, sem jafngildir fjölgun um 0,1%. Íbúar eru nú 16.714 í tíu sveitarfélögum. Á fyrrgreindu tímabili fjölgaði íbúum á Akransi um 32, eða 0,4%, í Hvalfjarðarsveit fjölgaði um 13 íbúa eða 2%, í Snæfellsbæ fjölgaði um 3 íbúa eða 0,2%, í Skorradal fjölgaði um einn, sem gerir 1,5%. Í Helgafellssveit á Snæfellsnesi fjölgaði hins vegar um fimm íbúa sem gerir hvorki meira né minna en 7,7% fjölgun sem jafnframt er sú mesta í einstökum sveitarfélögum á landsvísu.

Íbúum fækkar í fimm sveitarfélögum á Vesturlandi síðustu þrjá mánuði. Í Grundarfirði varð fækkun um 19 manns sem jafngildir 2,2%. Í Stykkishólmi fækkaði um 7 sem er 0,6% fækkun. Í Dalabyggð fækkaði um 8 íbúa sem jafngildir 1,3% og í Borgarbyggð fækkaði um 9 sem jafngildir 0,2%.

Líkar þetta

Fleiri fréttir