Þóra þjálfar sig í keiluíþróttinni. Hér sýnir hún flotta takta. Ljósm. arg.

Keilufélag Akraness hefur tekið í notkun nýjan búnað

Síðasta haust tók Keilufélag Akraness í notkun nýjar brautir og búnað og er aðstaða félagsins í dag með besta móti í kjallara íþróttahússins við Vesturgötu. „Þetta er allt annað fyrir okkur. Gömlu vélarnar voru alveg búnar, þær voru alltaf að stoppa eða bila og þá þurfti að fara bakvið og laga. Það var bæði erfitt og slítandi auk þess sem aðstæður voru ekki öruggar því búnaðurinn var ekki í lagi,“ segir Jónína Björg Magnúsdóttir, þjálfari yngstu iðkenda Keilufélags Akraness í samtali við Skessuhorn. „Það er líka ekki boðlegt að búnaðurinn sé alltaf að stoppa, kannski í miðjum leik,“ bætir hún við. Keilusalurinn er með þrjár brautir. Jónína segir félagið hafa óskað eftir stærra rými þar sem þrjár brautir takmarki verulega mótagetu. „Mótin byggjast upp á brautarpari. Það þýðir að það þarf að hafa helst fjórar, sex eða átta brautir til að geta haldið alvöru mót. Því miður fengum við ekki styrk til að fjölga brautum en við fengum fjármagn fyrir nýjum vélum, sem er frábært og við erum þakklát fyrir,“ segir hún.

Sjá nánar í Skessuhorni vikunnar.

Líkar þetta

Fleiri fréttir