Hverfur frá lögbundinni sameiningu sveitarfélaga

Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, sagðist í kvöldfréttum Ríkissjónvarpsins á fimmtudaginn tilbúinn til þess að falla frá ákvæði um lögbundinn lágmarksíbúafjölda í frumvarpi um sameiningu sveitarfélaga. Eitt þúsund íbúa lágmarksfjöldi yrði þá frekar viðmið en lögbundin skylda. Í frumvarpi til laga um breytingar á sveitarstjórnarlögum segir að lágmarks íbúafjöldi sveitarfélags verði 1.000 íbúar frá og með 2026. Hafi íbúafjöldi verið lægri en það í þrjú ár samfleytt skuli ráðherra eiga frumkvæði að því að sameina það öðru eða öðrum nærliggjandi sveitarfélögum. Þessi lögbundna krafa varð strax mjög umdeild. Meðal annars sameinuðust tuttugu smærri sveitarfélög í mótmælum gegn því og vildu að fallið verði frá þessu ákvæði. Ráðherra er nú tilbúinn að koma til móts við þau.

Líkar þetta

Fleiri fréttir