Viðburður með hófför í jörðinni, hestalykt í loftinu og stuði fyrir alla

Rætt við Magnús Benediktsson framkvæmdastjóra Fjórðungsmóts Vesturlands 2021

Magnús Benediktsson hefur verið ráðinn sem framkvæmdastjóri Fjórðungsmóts Vesturlands í hestaíþróttum sem haldið verður í Borgarnesi dagana 7.-11. júlí í sumar. Maggi er flestum hestamönnum kunnur en hann hefur verið áberandi í hestamennskunni allt frá barnsaldri. Hann starfaði lengi við tamningar og árið 2014 gerðist hann framkvæmdastjóri Hestamannafélagsins Spretts þar sem hann starfaði til ársins 2020 þegar hann festi kaup á helmingshlut í tímaritinu Eiðfaxa, ásamt félögum sínum, og tók þar við sem framkvæmdastjóri. Magnús býr í Kópavogi með unnustu sinni, Rakel Ýr Björnsdóttur, og tveimur börnum þeirra sem eru að verða níu og tveggja ára, en það þriðja er væntanlegt í maí. Rætt er m.a. um starfsferilinn, veikindi og Fjórðungsmót sem stefnt er að verði stærsti einstaki viðburður hestamanna á árinu.

Sjá viðtal við Magga Ben í Skessuhorni vikunnar.

Líkar þetta

Fleiri fréttir