Stykkishólmsbær fær 25 milljóna styrk til skipulagsgerðar og undirbúnings Fjöreggs

Síðastliðinn þriðjudag var Stykkishólmsbæ veittur styrkur að upphæð tæpar 25 milljónir króna úr Framkvæmdastjóði Ferðamannastaða fyrir heildarskipulag áningarstaðar og útsýnisvæða á Súgandisey. Styrkurinn er veittur til deiliskipulagsgerðar fyrir eyjuna sem mun tryggja heilstæða sýn á þróun hennar. Samhliða skipulagsáætlun verður unnið að útsýnissvæði í Súgandisey í samræmi við vinningstillögur úr samkeppni sem haldin var á síðasta ári. Vinningstillagan úr samkeppninni var unnin af Glámu-Kím og Landslagi í samstarfi við Ólöfu Nordal og Gunnar Karlsson. Tillagan var að útsýnisstað sem fær heitið Fjöreggið. Það er allt í senn útsýnisskúlptúr, útsýnispallur og upplifunar- og áningarstaður. Fjöreggið verður sýnilegt frá bænum og því forvitnilegt aðdráttarafl fyrir gesti og gangandi.

Líkar þetta

Fleiri fréttir