Tölvugerð mynd af nýjum leikskóla í Skógarhverfi.

Nýr leikskóli á Akranesi í útboð

Akraneskaupstaður auglýsir í Skessuhorni vikunnar og á vef sínum eftir tilboðum í framkvæmdir við uppsteypu og utanhússfrágang við nýjan leikskóla að Asparskógum 25 á Akranesi, en samþykkt var um mitt síðasta ár að hefja undirbúning að byggingu leikskólans á mótum Álfalundar og Asparskóga í Skógahverfinu á Akranesi. Skóflustunga var svo tekin fyrr í vetur við hátíðlega athöfn.

Verkið nær til uppsteypu hússins, ásamt lagnavinnu við þá þætti sem tengjast uppsteypu. Verktaki skal koma fyrir gluggum og hurðum, ganga frá þakvirki, þakfrágangi og utanhússklæðningu. Heildarstærð byggingar 1565,3 m2 og 5607 m3. Í auglýsingunni segir að verktaki taki við byggingarsvæði frá jarðverksverktaka. Búið verði að fylla undir undirstöður, fylla í bílastæði og girða athafnarsvæði og setja upp hlið inn á vinnusvæðið.

Verklok þessa útboðsáfanga eru 30. nóvember 2021.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Gleðilegt sumar!

Skessuhorn óskar lesendum sínum, ungum sem gömlum, til sjávar og sveita, gleðilegs sumars.