Svipmynd frá mótinu. Ljósm. Fimleikasamband Íslands/ Agnes Suto

Nýja fimleikahúsið reyndist vel á fyrsta mótinu

Helgina 20.-21. febrúar síðastliðinn var haldið GK mót í hópfimleikum á Akranesi. Var það jafnframt fyrsta fimleikamótið sem haldið er í nýja fimleikahúsinu við Vesturgötu á Akranesi. Á mótinu var keppt í meistaraflokki, 1. flokki og 2. flokki. Að sögn Sigrúnar Ríkharðsdóttur, framkvæmdastjóra Fimleikafélags Akraness var mótið glæsilegt í alla staði. Aðstaðan reyndist mjög vel og önnur félög höfðu orð á því hversu góð hún væri í nýja fimleikahúsinu á Akranesi.

Líkar þetta

Fleiri fréttir