Átján á biðlista eftir að fá leiðsöguhund

Inga Sæland þingkona og formaður Flokks fólksins hefur lagt fram á Alþingi frumvarp um breytingu á lögum nr. 160/2008 sem hefur það markmið að tryggja reglulegt framboð blindraleiðsöguhunda og koma í veg fyrir að fólk þurfi að bíða árum saman eftir nauðsynlegri aðstoð. Vegna þess að fjármagn skortir er biðin eftir leiðsöguhundum að jafnaði löng. Nú bíða 18 manns eftir leiðsöguhundi og að óbreyttu munu margir þurfa að bíða árum saman. Frumvarpið leggur til að árlega skuli tryggja fjármagn fyrir þjálfun og innflutning leiðsöguhunda til samræmis við eftirspurn hverju sinni. Verði frumvarpið að lögum mun ráðherra þurfa að leggja málaflokknum til fjárheimildir sem duga til að mæta eftirspurn hverju sinni.

Í greinargerð með frumvarpinu segir að leiðsöguhundar séu ómetanlegur stuðningur fyrir blinda og sjónskerta. Þeir veita fólki aukið öryggi og sjálfstæði, í raun nauðsynleg hjálpartæki til að auka lífsgæði einstaklingsins.

Líkar þetta

Fleiri fréttir