Aðalvél Baldurs bilaði þegar skipið var á siglingu á Breiðafirði

Um miðjan dag kom upp bilun í flóabátnum Baldri þar sem hann var á siglingu á Breiðafirði. Samkvæmt tilkynningu frá Landhelgisgæslunni voru varðskipið Þór ásamt sjóbjörgunarsveitum Landsbjargar kallaðar út. Þá er þyrla Gæslunnar einnig í viðbragðsstöðu Um borð í skipinu eru 28 manns; 20 farþegar og átta manna áhöfn. Gert var ráð fyrir að rannsóknaskipið Árni Sæmundsson eða Þórsnes SH komist fyrst stórra skipa á vettvang og stefnt að taka Baldur í tog til Stykkishólms. Áhöfn Baldurs varpaði út ankerum og halda þau vel í norðausan 10-12 m. vindi á Breiðafirði.

Líkar þetta

Fleiri fréttir