Á ofsaakstri um þjóðvegina

Lögreglan á Vesturlandi fylgist grannt með umferð innan sem utan þéttbýlis. Í liðinni viku kemur fram í dagbók lögreglu að menn hafi kitlað pinnana meira en góðu hófi gegnir. Einn ökumaður var þannig stöðvaður á laugardag á 132 kílómetra hraða á Snæfellsnesvegi. Hann hlaut að launum 130 þúsund króna sekt. Á mánudaginn stöðvaði lögregla svo för annars sem mælst hafði á 136 kílómetra hraða á Vesturlandsvegi á móts við Grundartanga. Sektin sem sá hlaut var 150 þúsund krónur auk þriggja punkta í ökuferilsskrá.

Líkar þetta

Fleiri fréttir