Hinar illræmdu jarðsprengjur, Bouncing Betty, ásamt nokkru herhjálmum. Ljósm. frg.

„Mér fannst kallarnir á gráu búningunum flottari“

Borgnesingurinn Hlynur Lind Leifsson er safnari með stóru S-i. Hann safnar munum sem tengjast hernaði Þjóðverja í seinni heimstyrjöldinni. Hlynur býr nú í Hafnarfirði með konu sinni, Erlu Sigurðardóttur, og sonum þeirra þremur; Hinriki Val, Víkingi Ara og Degi Hrafni. Hlynur er fæddur 1976 og uppalin í Borgarnesi. Hann lauk grunnskóla þar og lærði síðan blikksmíði og vann hjá Blikksmiðju Guðmundar á Akranesi þar sem hann lauk sveinsprófi. Hann flutti eftir það til Reykjavíkur og síðar í Hafnarfjörð og starfar nú sem verkstjóri hjá Blikksmiðnum í Reykjavík.

Hlynur var reyndar í fyrstu tregur til þess að veita blaðamanni viðtal um safnið því að fólk almennt tengir nasista og allt sem þeim tengist við illvirkin sem þeir unnu í síðari heimsstyrjöldinni. Þá tengja margir nasista við hreyfingar í Evrópu sem hafa verið að sækja í sig veðrið undanfarin ár. Hlynur talar síður um nasista í tengslum við safnið heldur talar hann um Þriðja ríkið.  Áhuga hans á þessum munum segir hann ekkert tengjast nasistum, heldur sé hann sögulegs eðlis. Hann var nýlega beðinn um að koma fram í þættinum Fyrir alla muni á RÚV þar sem fjallað var um mun sem tengdist nasistum í seinna stríði á ákveðinn hátt. „Ég athugaði hvort ég hefði misst marga vini á Facebook eftir þáttinn, en komst að því að þeim hafði fjölgað,” segir Hlynur og brosir.

Sjá opnuviðtal við Hlyn Lind Leifsson í Skessuhorni vikunnar. (Bent er á að það er ekki fyrir viðkvæma)

Hlynur Lind Leifsson og Erla Sigurðardóttir fyrir framan safnið hans Hlyns. Ljósm. frg.

Líkar þetta

Fleiri fréttir