Umferð á Kjalarnesi. Ljósm. úr safni.

Kjalarnes og Holtavörðuheiði lokuð

Hálka, snjóþekja og hvassviðri er á fjallvegum og víðar um vestanvert landið. Hálkublettir og mjög blint er á Svínadal í Dölum. Ófært er yfir Holtavörðuheiði.

Veginum um Kjalarnes var lokað klukkan 12:15 í dag, um óákveðinn tíma vegna umferðaróhapps sem þar varð. Ökumönnum er bent á hjáleið um Mosfellsheiði, Kjósarskarð og Hvalfjörð, en þar er vetrarfærð og lítið skyggni.

Líkar þetta

Fleiri fréttir