Hótel Húsafell.

Íslendinga þyrstir í að skipta um umhverfi

Mörg hótel í Borgarfirði eru nú að opna að nýju eftir hlé frá í haust. Skessuhorn hafði samband við hótelstjóra fjögurra stórra hótela í héraðinu og spurði um stöðuna. Fram kemur í máli þeirra flestra að landsmenn þyrsti orðið í að breyta til, komast í smá frí í annað umhverfi. Ástæðan er ekki síst sú að margir sem vanir eru að fara í frí til útlanda gera það ekki nú sökum kóvid og bóka því gistingu á hótelum innanlands. Í Skessuhorni sem kom út í dag er rætt við stjórnendur Hótel Hamars í Borgarnesi, Hótel Varmalands í Stafholtstungum, Hótel Húsafells í Hálsasveit og Fosshótels Reykholti. Almennt ríkir mikil bjartsýni í þeirra röðum og gleði yfir að geta byrjað starfsemina að nýju eftir nokkurra mánaða hlé.

Sjá Skessuhorn sem kom út í dag.

Líkar þetta

Fleiri fréttir